Stórmót ÍR verður haldið í 21. sinn um næstu helgi. Mótið stendur bæði laugardag og sunnudag frá kl. 9 til kl. 18:00. Keppendur á öllum aldri koma úr öllum landsfjórðungum og fjöldi keppenda kemur frá Færeyjum til að taka þátt. Skráningar á mótið er nú í fullum gangi og undirbúningur stendur sem hæst og spurning hvort metið frá í fyrra í þátttöku þegar 904 þátttakendur voru skráðir til leiks veður slegið.
Síðasatliðin sunnudag var sýndur á RUV þáttur um sögu mótsins sem hægt er að nálgast á Sarpinum