Sjö ÍR-ingar á leið á Nordic-Baltic U23 helgina 16.-17.júlí

Um næstu helgi fer fram Nordic-Baltic meistaramótið í Malmö í Svíþjóð. Auk Norðurlandanna keppa Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen á mótinu.

Sjö ÍR-ingar munu taka þátt í mótinu og í þjálfarateyminu eru meðal annars Bergur Ingi Pétursson og Óðinn Björn Þorsteinsson.

  • Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) kúluvarp
  • Elísabet Rut Rúnarsdóttir (ÍR) sleggjukast
  • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) 200m
  • Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) sleggjukast
  • Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) 400m grind
  • Sigursteinn Ásgeirsson (ÍR) kúluvarp
  • Tiana Ósk Whitworth (ÍR) 100m, 200m

Við munum fylgjast spennt með okkar keppendum, dagskrá mótsins má finna hér og heimasíðu mótsins hér. 

X