MÍ í 5km og 10km og MÍ öldunga

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í 5000m og 10000m á braut og Meistaramót öldunga.

Á Meistaramóti Íslands í 5000m og 10000m kepptu þrír ÍR-ingar. Arnar Pétursson keppti í 10km hlaupi og sigraði á tímanum 32:25,87 sem er persónuleg bæting hjá honum. Í 5km hlaupi sigraði Andrea Kolbeinsdóttir á tímanum 18:40,57 og Fríða Rún Þórðardóttir varð önnur á tímanum 18:43,54 sem er hennar besti tími frá því 2010.

Glæsilegur árangur hjá ÍR-ingum í langhlaupunum í dag! Til hamingju öll þrjú.

Á Meistaramóti öldunga urðu ÍR-ingar í þriðja sæti í heildarstigakeppninni með 94 stig, aðeins 2 stigum frá öðru sætinu sem var Breiðablik en þónokkuð í sigurvegarana HSK. .  Fyrir áhugasama sýnir eftirfarandi tafla verðlaunahafa á mótinu

Gull Hafsteinn Óskarsson ÍR 1500 metra hlaup karla 55-59 ára
Gull Halldór Matthíasson ÍR 100 metra grind (84 cm) karla 65-69 ára
Gull Agnar Steinarsson ÍR Langstökk karla 50-54 ára
Gull Halldór Matthíasson ÍR Kúluvarp (5,0 kg) karla 65-69 ára
Gull Halldór Matthíasson ÍR Kringlukast (1,0 kg) karla 65-69 ára
Gull Jón H Magnússon ÍR Sleggjukast (3,0 kg) karla 80-84 ára
Gull Halldór Matthíasson ÍR Sleggjukast (5,0 kg) karla 65-69 ára
Gull Halldór Matthíasson ÍR Spjótkast (600 gr) karla 65-69 ára
Gull Jón H Magnússon ÍR Spjótkast (400 gr) karla 80-84 ára
Gull Jón H Magnússon ÍR Lóðkast (5,45 kg) karla 80-84 ára
Gull Jón Ögmundur Þormóðsson ÍR Lóðkast (7,26 kg) karla 70-74 ára
Gull Elías Rúnar Sveinsson ÍR Lóðkast (9,08 kg) karla 65-69 ára
Gull Fríða Rún Þórðardóttir ÍR 400 metra hlaup kvenna 45-49 ára
Gull Fríða Rún Þórðardóttir ÍR 1500 metra hlaup kvenna 45-49 ára
Silfur Halldór Matthíasson ÍR Langstökk karla 65-69 ára
Silfur Jón H Magnússon ÍR Kúluvarp (3,0 kg) karla 80-84 ára

Einnig glæsilegur árangur hjá öldunugunum okkar. Þau sýna okkur að það er aldrei of seint að taka upp gaddaskóna/kastskóna á ný eða þá í fyrsta skiptið. Skemmtilegt að fylgjast með þessum fyrirmyndum.

X