Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp sig í dag inn í úrslitin í 100m hlaupi á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Györ í Ungverjalandi. Í undanrásunum hljóp hún í þriðja riðli og kom fyrst í mark á tímanum 12,20 sek, sem var 4.-5. besti tíminn í undanrásunum. Í undanúrslitum gerði Guðbjörg Jóna enn betur, hljóp á 11,99 sek (vindur -0,1) sem er bæting hjá henni, en fyrir átti hún 12,05 sek frá því á MÍ 15-22 ára 2016. Þessi tími Guðbjargar Jónu, sem varð önnur í öðrum riðli, var sá fjórði besti inn í úrslitin, en fjórar stúlkur hlupu 100 m undir 12 sek. Um leið og við óskum Guðbjörgu Jónu til hamingju með frábæran árangur óskum við henni góðs gengis í úrslitahlaupinu sem er á dagskrá kl. 15.55 á morgun.
Þær Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki og Hera Rán Örlygsdóttir Kormáki hófu einnig keppni í dag. Birna Kristín tryggði sig inn í úrslitin í langstökki á nýju persónulegu meti, 5,46m en Hera Rán náði ekki gildu kasti í sleggjukastinu,