Meistaramót Íslands, aðahluti fer fram í Laugardalshöll dagana 18. og 19. febrúar. ÍR teflir fram flestu af sínu mesta afreksfólki og eru keppendur ÍR 50 talsins en um 170 íþróttamenn eru skráðir til leiks. Að vanda eru spretthlaupin vinsælustu greinarnar með um 30 keppendur en einnig vekur athygli mikill fjöldi keppenda í stangarstökki, bæði karla og kvenna en yfir 10 keppendur taka þátt hjá hvoru kyni. ÍR stefnir á að verja titil sinn frá undanförnum árum og verða Íslandsmeistari félagsliða í heildarstigakeppninni, sem og í heildarstigakeppni karlaliða og kvennaliða.
Forkeppni hefst kl. 11 á laugardag og 10 á sunnudag en mótinu lýkur milli kl. 15 og 16 hvorn dag. Nú er um að gera að mæta í höllina og fylgjast með keppninni og hvetja ÍR-inga og aðra keppendur til dáða en margir hafa stefnt á að toppa á þessu móti auk þess sem enn er hægt að ná lágmarki á EM í Belgrade og eru nokkrir keppendur heitir þar.
Hægt er að skoða nákvæman tímaseðil og keppendalista hér
-Fríða Rún Þórðardóttir skrifaði