ÍR leiðir stigakeppni eftir fyrri dag MÍ graphic

ÍR leiðir stigakeppni eftir fyrri dag MÍ

18.02.2017 | höf: Kristín Birna

Fyrri degi MÍ aðalhluta er nú lokið og er staða ÍR-inga góð þrátt fyrir afföll vegna veikinda í liðinu en frjálsíþróttafólk fer ekki varhluta af flensunni né meiðslum en nokkuð af besta íslenska frjálsíþróttafólkinu var á hliðarlínunni í dag af þeim sökum. ÍR hlaut 15.591 stig í dag um 900 stigum meira en FH en þessi tvö lið eru í algerum sérflokki eftir fyrri dag. ÍR hlaut 3 gullverðlaun, 5 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun. ÍR konur leiða stigakeppni kvenna en karlaliðið er í öðru sæti á eftir FH. Það stefnir því í hörkukeppni á seinni degi keppninnar á morgun.

Dagurinn byrjaði á undanrásum í 60m hlaupum karla og kvenna og áttu ÍR-ingar síðan þrjár í úrslitum kvenna þrátt fyrir fjarveru Tiönu og Guðbjargar Jónu, engin komst þó á pall. Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir bætti sinn besta árangur og fór undir 8 sek sem er frábært hjá henni. Ívar Kristinn Jasonarson var 1 sek á undan næsta manni í mark í 400m á tímanum 48,69 sek sem er frábær tími og besta afrek fyrri dags en Ívar sigraði hlaupið. Tvöfaldur ÍR sigur vannst í kúluvarpi karla þar sem Guðni Valur Guðnason kastaði manna lengst, 16,98 m og Sindri Lárusson fylgdi honum fast á eftir með 15,91m.

Í 1500m varð Arnar Pétursson 2. á sínum ársbesta tíma, fínt hjá Arnari sem æfir fyrir mun lengri vegalengdir. Í 1500m kvenna sigraði Andrea Kolbeinsdóttir á fínum tíma en ÍR átti 3 af 5 keppendum.

Ingibjörg Sigurðardóttir varð 2. í 400m og bætti sinn besta árangur þegar hún hljóp á 59,99 sek.

Kristín Lív Svabo Jónsdóttir átt frábæran dag í hástökkinu, bætti sinn besta árangur í 1,68m og varð í 3. sæti. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð 2. í kúluvarpinu með 13,36 m

ÍR ingar mæta því glaðir og ákafir til leiks á morgun.

–Fríða Rún Þórðardóttir, sem einnig keppti í dag og var okkur til sóma að vanda, tók saman 🙂

X