Ívar með bætingu og Hrafnhild við sitt besta

Um helgina kepptu þau Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, Ívar Kristinn Jasonarson og Þorsteinn Ingvarsson á Gouden Spike mótinu í Hollandi.

Hrafnhild keppti i 100m hlaupi og 200m hlaupi. Hún hljóp á 12.07sek í 100m og varð í 9. sæti. Hún hljóp á  24.35sek í 200m og varð í 7.sæti. Þetta er ársbesti tími Hrafnhildar í 200m hlaupi og hennar þriðji besti tími frá upphafi.
Þorsteinn Ingvarsson stökk 7.34metra í langstökkinu og varð í 4.sæti og Ívar Kristinn Jasonarson bætti sig í 400m grindahlaupi og hljóp á tímanum 52.40sek og varð hann í öðru sæti í hlaupinu.

Glæsilegur árangur hjá okkar fólki í Hollandi sem keppa ásamt fleiri Íslendingum á Evrópukeppni landsliða í Ísrel um næstu helgi.
Á myndinni má sjá hjónin Hrafnhild og Þorstein eftir keppni í San Marino á dögunum.

 

X