MÍ 11 – 14 ára

25.06.2017 | höf: Kristín Birna

Meistaramót Íslands í flokkum 11-14 ára fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Sjaldan hefur ÍR teflað fram eins fámennu liði á mótið en þetta er mjög skemmtilegt mót og oft í fyrsta sinn sem ungmenni á þessum aldri upplifa það að keppa á alvöru frjálsíþróttamóti. Veðurguðirnir voru góðir við keppendur um helgina og þá sérstaklega í dag, sunnudag. ÍR-ingar fengu tvö brons á mótinu en það voru þau Magnús Örn Brynjarsson sem hljóp 600metrana á 1:52,17  í flokki 13 ára drengja og var þetta persónuleg bæting hjá honum. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fékk einnig brons í 600m hlaupi þegar hún hljóp á 1:58,41m í flokki 14 ára stúlkna.

ÍR-ingar hafa löngum átt glæsta sögu í frjálsíþróttum, bæði í barnastarfinu og fullorðinsstarfinu. Þrátt fyrir fámennt lið á mótinu um helgina eiga ÍR-ingar marga glæsilega iðkendur í yngri flokkunum sem við munum eflaust sjá keppa meira í framtíðinni.

Við óskum þeim keppendum sem tóku þátt um helgina til hamingju með árangurinn og hlökkum við til að sjá meira til þeirra og annara ungra ÍR-inga í framtíðinni.

 

X