Íslandsmet féll í 300 m hlaupi karla á Hlaupamóti FRÍ sem fram fór í Laugardalshöll nú í kvöld. Það var ÍR ingurinn fótfrái Ívar Kristinn Jasonarson sem bætti þar met Trausta Stefánssonar frá árinu 2012 um 26/100 s þegar hann kom í mark á tímanum 34,38 s. Glæsilegur árangur hjá Ívari og lofar góðu fyrir komandi keppnistímabil.