Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldungaflokkum graphic

Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldungaflokkum

20.01.2017 | höf: Kristín Birna

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldungaflokkum í Kaplakrika í Hafnarfirði. Eins og undanfarin ár mætir ÍR með sterka einstaklinga á þetta mót en 10 ungmenni frá ÍR munu taka þátt í fjölþrautarkeppninni að þessu sinni. Það eru þau Helga Margrét Haraldsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Þóra Kristín Hreggviðsdóttir, Benjamín Jóhann Johnsen, Jón Gunnar Björnsson, Kolbeinn Tómas Jónsson, Mikael Daníel Guðmarsson, Tristan Freyr Jónsson og Úlfur Árnason.
Einnig verða á svæðinu “öldungarnir”  okkar sem þó eru síung í anda og munu án efa vera spræk að vanda. Það eru þau Fríða Rún Þórðardóttir, Hafsteinn Óskarsson og Helgi Hólm.

Öldungarnir keppa fyrir hádegi en fjölþrautarkeppnin byrjar á 60m grind kvk í ungingaflokkum kl. 12.20.

Ég hvet alla þá sem geta til þess að mæta og sýna fólkinu okkar stuðning. Þeir sem ekki komast geta fylgst með úrslitum mótsins og einnig skoðað tímaseðla Hér

X