ÍR ingar í miklu stuði í keppnum að undanförnu

ÍR ingar hafa verið í miklu stuði í keppnum að undanförnu.

 

ÍR-ingarni Thelma Lind Kristjánsdóttir, Erna Sóley Gunnarsdóttir, Elísabet Rut Rúnarsdóttir, Dagbjartur Daði Jónsson, Guðni Valur Guðnason og Hlynur Andrésson hafa verið að gera góða hlut erlendis að undanförnu.

Guðni Valur byrjaði á tímabilið með því að hafna í 2. sæti á Evrópukastmótinu í Split, 8.-9. maí með 63,66 m kasti og var hann skammt frá sínu besta. Kastið og sætið var líklega það lengsta og besta sem íslenskur kringlukastari hefur náð á stóru alþjóðlegu móti frá upphafi. Um helgina sigraði hann á móti í Zagreb þegar hann kastaði 62.25 metra. Guðni heldur áfram að keppa á næstunni og stefnir ótrauður á 66metrana sem er lágmark á ÓL.

Í Split náði Elísabet einnig góðum árangri þegar hún náði 8. sæti í sleggjukasti í flokki U23. Hún kastaði 61,31 m en Íslandsmet hennar er 64.39 m. Aðeins munaði 2,76 m á fyrsta og níunda sæti sem sýnir hversu jöfn keppnin var.

Thelma Lind sem keppir fyrir Virginia State háskólann í USA, varð í 6. sæti á ACC svæðismeistaramótinu um helgina, kastaði 53,62 metra sem er annað lengsta kast ferilsins en hún á best 54,69m (2018). Næst á dagskrá hjá Thelmu er svæðismeistaramót í Jacksonville Flórída í vikunni og verður gaman að fylgjast með Thelmu á mótinu og þeim sem framundan eru.

Nýjasti árangurinn og nýjasta Íslandsmetið er árangur Ernu Sóleyjar sem í dag bætti  Íslandsmetið sitt enn einu sinni og nú um 5 cm en hún var að ljúka keppni á C-USA svæðismeistaramótinu þar sem hún varpaði kúlunni 16,77 metra og hafnaði í öðru sæti.

Dagbjartur, sem einnig keppir með liði Missisippi State í USA, gerði sig lítið fyrir og sigraði SEC svæðismótið með lengst 78,66m og bætti sig tvívegis og í heildina um 31 cm þann daginn. Dagbjartur hefur verið á mikilli siglingu en hann er að hefja sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þess má geta að þessa dagana eru félagarnir Dagbjartur Daði og Sindri Hrafn Guðmundsson FH með lengstu köstin í NCAA eða Bandarísku háskóladeildinni og er það í fyrsta sinn í Íslandssögunni.

Hlynur Andrésson hljóp glæsilega 3000m á Harry Schulting leikunum í Hollandi, 13. maí. Hann gerði sér lítið fyrir og opnaði tímabilið með flottu Íslandsmeti, 8:01,37 mín og bætti sitt fyrra met úr 8:02,60 mín. Hlynur er með tvö stór hlaup á döfinni, 24. Maí 5000m á Þýskalandi  og Evrópubikar í 10.000m í Bretlandi 5. júní

Af heimamótum er það að frétta að Víðavangshlaup ÍR fór fram 106. sinn þann 13. Maí og luku 377 hlaupara keppni við fínar aðstæður en startað var í sex 75 manna hópum. Andrea Kolbeinsdóttir sigraði hlaupið og varð jafnframt Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, hljóp á 17:16 mín og er það bæting hjá henni úr 17:33 mín. Andrea á þriðja besta tíma íslenskrar konu í 5 km götuhlaupi en hröðust er Martha Ernstsdóttir 16:03 mín síðan í götuhlaupi í USA árið 1993 en Aníta Hinriksdóttir á næsta besta tímann 16:40mín frá árinu 2017. Fyrsti ÍR karlinn var Hlynur Ólason sem varð 5. á tímanum 16:09 mín

X