Meistaramót Íslands, aðalhluti, 12. – 13. júní, Akureyri

16.06.2021 | höf: ÍR

Meistaramót Íslands, aðalhluti, 12. – 13. júní, Akureyri

Það var við mjög sérstakar aðstæður sem 95. Meistaramót Íslands fór fram á Akureyri en verður og vindar settu mark sitt á keppnina og aðdraganda hennar en um tíma stóð til að hafa mótið á þremur dögum, síðan var það sett á einn dag en að lokum fór mótið fram samkvæmt venju og lögum FRÍ, á tveimur dögum. Árangur var að jafnaði góður og met féllu (aldursflokka og mótsmet) en oft var árangur þó ólöglegur vegna og mikils vinds í hlaupum og stökkum. Töluvert var um afföll í greinum og voru sumar greinar ansi fámennar því miður en kenna má um aðstæðum á mótsstað en mótið fór þó fram með ágætum og stóð mótshaldari og starfsmenn sig mjög vel en til að mynda snjóaði á sunnudeginum ofan á vindinn og lágt hitastig.

ÍR sigraði stigakeppni kvenna og karla og samanlagt hreint glæsilegur árangur okkar fólks en alls hlaut liðið 76 stig gegn 53 stigum FH en 12 lið kepptu á mótinu. ÍR-ingar unnu til 13 gull-, 13 silfur- og 11 bronsverðlauna og stigu ÍR ingar því 37 sinnum á pall um helgina.

Þeir ÍR ingar sem urðu Íslandsmeistarar um helgina voru:
Sæmundur Ólafsson í 400m og 800m, en hann bætti sinn besta árangur í 400m, 49,80 sek.

Ívar Kristinn Jasonarson í 400m grindahlaupi.

Kristinn Viktor Kristinsson í kúluvarpi.

Guðni Valur Guðnason í kringlukasti.

Dagbjartur Daði Jónsson í spjótkasti, 79,57 m sem er hans besti árangur, sem er ótrúlegt hann ný kominn úr frábærri keppni í Bandaríkjunum þar sem hann varð annar á Bandaríska háskólameistaramótinu á fyrsta ári í háskóla. Fyrir þetta hlaut Dagbjartur 1095 IAAF stig sem var stigahæsti árangur mótsins.

Helga Margrét Haraldsdóttir í 100m

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í 200m, en í 200m vannst þrefaldur ÍR sigur, en Tiana Ósk Whitworth varð 2. og Helga Margrét Haraldsdóttir 3, og reyndar átti ÍR 5 stúlkur af 8 sem náðu inn í úrslit.

Þessar þrjár stúlkur, auk Hildigunnar Þórarinsdóttur settu aldursflokkamet í 4 x 100m boðhlaupi þegar þær hlupu til sigurs á 47,22 sek.

Hulda Þorsteinsdóttir sigraði í stangarstökki.

Erna Sóley Gunnarsdóttir, sigraði með yfirburðum í kúluvarpi kastaði 16 m slétta meira en 6m lengra en næsti keppandi enda er Erna gríðar sterkur kúluvarpari og æfir og keppir í Bandaríkjunum.

Katarína Ósk Emilsdóttir, sigraði í kringlukasti með miklum yfirburðum eða 9 m lengra en næsti keppandi.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir, sigraði í sleggjukasti eftir harða keppni.

Til hamingju ÍR-ingar, þetta var glæsilegt

 

 

 

 

 

 

Evrópukeppni landsliða, ÍR-ingar helmingur landsliðssins

Evrópukeppni landsliða fer fram í Sofia í Búlgaríu, 19. – 20.  júní og hefur val liðsins verið tilkynnt. Keppnin er eina landsliðsverkefni ársins þar sem Smáþjóðamótinu var aflýst vegna Covid aðstæðna. Evrópubikarinn á sér langa sögu og hefur Ísland tekið þátt í fjöldamörg ár með misjöfnum árangri eins og gefur að skilja en nú keppir liðið í 2. deild. Í ár en mikill metnaður í liðinu sem endranær og vill það fylgja eftir góðum árangri frá síðasta ári en stigakeppni ræður um það hvaða 3 lið komast upp um deild og vill Ísland að sjálfsögðu keppa í 1. deild að ári! Alls eru 13 lið (lönd) í deildinni og sendir hvert lið einn keppanda í grein.

16 ÍR-ingar hafa valist í 33 manna lið Íslands sem er einstaklega ánægjulegt fyrir ÍR-inga og frábært tækifæri fyrir afreksfólkið okkar til að komast á erlenda grundu að keppa í top aðstæðum. Þó vantar einstaklinga frá ÍR sem ekki gátu gefið kost á sér það eru þau Andrea Kolbeinsdóttir, Thelma Lind Kristjánsdótti og Dagbjartur Daði Jónsson.

100m                     Dagur Andri Einarsson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

200m                     Ívar Kristinn Jasonarson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

400m grinda       Ívar Kristinn Jasonarson

800m                     Sæmundur Ólafsson

Björg Gunnarsdóttr

3000m hindr     Hlynur Andrésson

5000m                   Hlynur Andrésson

4 x 100m boðhl Dagur Andri, Ívar Kristinn, Birgir Jóhannes Jónsson

4 x 100m boðhl Guðbjörg Jóna, Helga Margrét Haraldsdóttir, Tiana Ósk Whitworth

4 x 400m boðhl Ívar Kristinn, Sæmundur

4 x 400m boðhl Björg

Stangarstökk      Hulda Þorsteinsdóttir

Sleggjukast         Vilhjálmur Árni Garðarsson

Elísabet Rut Rúnarsdóttir

Kringlukast          Guðni Valur Guðnason

Katrína Ósk Emilsdóttir

Kúluvarp              Kristján Viktor Kristinsson

Erna Sóley Gunnarsdóttir

 

Guðbjörg og Guðni Valur eru fyrirliðar liðsins og þeir Pétur Guðmundsson og Óðinn Björn Þorsteinsson eru þjálfarar með liðinu.

Hægt verður að fylgjast með árangri keppenda á heimasíðu mótsins

https://european-athletics.com/competitions/european-athletics-team-championships-second-league

 

X