ÍR-ingar á MÍ í 10 km götuhlaupi

Fríða Rún Þórðardóttir í Fjölnishlaupinu

Nokkrir ÍR-ingar sprettu úr spori í Fjölnishlaupinu í einmuna veðurblíðu á Uppstigningardag. Hlaupið var jafnframt MÍ í 10km götuhlaupi og áttu ÍR-ingar frábæran dag.

Þórólfur Ingi Þórsson hélt uppteknum hætti og sigraði í fínum tíma 33:55 mín, Vignir Már Lýðsson varð annar á 34:38 mín og Vilhjálmur Þór Svansson þriðji á 35:29 mín. Þórólfur sigraði í flokki 40-49 ára og Vignir í flokki 19-39 ára.

Í kvennaflokki kom Fríða Rún Þórðardóttir önnur mark á 39:44 mín en hún sigraði jafnframt í flokki 40-49 ára.

Fínir tímar, sér í lagi sé litið til þess að brautin er ekki létt heldur endar í 7-800m langri brekku að endamarkinu.

Til hamingju ÍR-ingar, við látum allstaðar að okkur kveða.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

X