Elísabet Rut með Íslandsmet graphic

Elísabet Rut með Íslandsmet

02.06.2019 | höf: María Stefánsdóttir

Elísabet Rut Rúnarsdóttir ÍR bætti á dögunum 2 ára gamalt  Íslandsmet í sleggjukasti með 4 kg sleggju (Íslandsmet fullorðinna) þegar hún kastaði 62,16 metra á kastmóti UMSB á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Elísabet Rut er aðeins 16 ára gömul og bætti hún því um leið aldursflokkamet 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára. Fyrra metið var 61,77 metrar sem Vigdís Jónsdóttir FH átti.

Þessi árangur setur Elísabetu í efsta sæti á evrópskri afrekakrá 18 ára og yngri en næst lengsta kast á hin breska Charlotte Payne sem hefur kastað lengst 61.83 m.

Elísabet á einnig annað lengsta kast ársins í heiminum í dag með 3 kg leggju í sínum aldursflokki síðan 5. apríl sl. 71,19m en ekki er haldinn listi yfir köst með 4 kg sleggju. Sú sem lengst hefur kastað, 71,46 m kemur frá Finnlandi og heitir Silja Kosonen.

X