ÍR-ingar á Gautaborgarleikunum

VU spelen: Attribution-ShareAlike 4.0 International (CC BY-SA 4.0)

Gautaborgarleikarnir standa nú yfir og á föstudag hlupu Iðunn Björg Arnaldsdóttir (15 ára), Dagbjört Lilja Magnúsdóttir (17 ára), og Dagbjartur Kristjánsson (17 ára) öll 800 m. Dagbjartur hljóp á 2.09.45 og var alveg við sitt besta. Dagbjört hljóp á 2.25.73 og bætti sig um tæpar 3 sek. Iðunn hljóp á 2.22.97 og var alveg við sitt besta.

Á laugardag hljóp Dagbjört 400m og bætti sig í 61.29 sek en hún hafði áður bætt sig í þessarri viku í 400 á héraðsmóti HSK. Dagbjartur hljóp 1500m á 4.24.9 og var um 2 sek frá sínu besta sem hann hljóp á héraðsmóti HSK.

Dagurinn í dag, þriðju dagur leikanna, var mjög vindasamur. Iðunn Björg hljóp 300m á 45,01 sek og 2000 á 6:57:01 í miklum vindi en samt sem áður bætti hún sig um 23 sek síðan í fyrra.

Dagbjört keppti í 200m í mótvindi alla leið, hversu skringilega sem það hljómar, á 27,12 sek.

 

Fríða Rún tók saman.

X