ÍR-ingar tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn í dag eftir hörkuspennandi keppni í Kaplakrika við heimamenn. ÍR-ingar urðu í öðru sæti í kvennakeppninni með 37 stig, aðeins einu stigi á eftir FH, en karlalið ÍR sigraði karlakeppnina með 44 stigum, tveim stigum á undan FH. Í heildarstigakeppninni sigruðu ÍR-ingar því með einu stigi. Breiðablik varð í þriðja sæti, Fjölnir fylgdi þar á eftir, HSK varð í fimmta sæti og Ármann í sjötta.
Árangur hjá einstaka ÍR-ingum var eftirfarandi:
Karlar:
100m – Ívar Kristinn Jasonarson varð í fjórða sæti á 11.03s (ársbest)
400m – Ívar Kristinn Jasonarson varð í fyrsta sæti á 49.07s
1500m – Sæmundur Ólafsson varð í þriðja sæti á 4:02,67 (ársbest)
110m grind – Árni Haukur Árnason varð í 3 sæti 15.80s (bæting)
Hástökk – Markús Ingi Hauksson varð í þriðja sæti og stökk 1,85m
Þrístökk – Þorsteinn Ingvarsson sigraði og stökk 14,27m
Kringlukast – Guðni Valur Guðnason sigraði og kastaði 57,30m
Spjótkast – Guðmundur Sverrisson sigraði og kastaði 75,96m (ársbesta)
í 1000m boðhlaupinu hlupu þeir Þorsteinn Ingvarsson, Einar Daði Lárusson, Þorkell Stefánsson, Ívar Kristinn Jasonarson á tímanum 1:57,65 og voru hársbreidd á eftir FH-ingum sem sigruðu.
Konur:
100m – Tiana Ósk Whitworth sigraði á 11,81sek sem er undir gildandi mótsmeti en vindur var aðeins of mikill í hlaupinu
400m – Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð önnur og hljóp á 57,30
1500m – Andrea Kolbeinsdóttir sigraði og hljóp á 4:52,70
100m grind – Hildigunnur Þórarinsdóttir varð önnur og hljóp á 14,93 (bæting)
Langstökk – Hildigunnur Þórarinsdóttir varð þriðja og stökk 5,47m
Stangarstökk – Hulda Þorsteinsdóttir sigraði og stökk 4.00m
Kúluvarp – Thelma Lind Kristjánsdóttir varð þriðja og kastaði 12,77m
Sleggjukast – Rut Tryggvadóttir varð önnur og kastaði 45,64m
Í 1000m boðhlaupinu hlupu þær Sigríður Karlsdóttir, Hildigunnur Þórarinsdóttir, Tiana Ósk Whitworth og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir á 2:14,78 og urðu í öðru sæti.