Guðni með góða opnun á tímabilinu

Guðni Valur Guðnason ÍR keppti þann 25. maí á sterku móti í Vought í Hollandi. Hann hafnaði í 2. sæti næstur á eftir Eric Dadae frá Hollandi. Guðni kastaði lengst 59,29 m en Eric 60.03 m. Þetta er mjög góð  byrjun hjá Guðna Val en þetta er 11. besta kast hans frá upphafi skv. Afrekaskrá FRÍ.

Guðni heldur nú til Oordegem í Belgíu þar sem hann og Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR keppa þann 27. maí og munu svo halda áfram til San Marino með Smáþjóðaleikahópnum frá Amsterdam.

— Fríða Rún tók saman

X