Einn eftirminnilegasti hlaupaviðburður ársins, Gamlárshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur, fagnar 44 ára afmæli sínu á Gamlársdag og eru allir hlauparar, skokkarar, crossfittarar, bootkamparar, hjólarar, skíðagöngu- og sundkappar og allir aðrir sem gaman hafa af hreyfingu, átökum og góðum félagsskap, er hvattir til að mæta í hlaupið. Hlaupaleiðirnar sem verða í boði eru 10 km keppnishlaup og 3 km skemmtiskokk og er tilvalið fyrir þá sem hlupu í fyrsta sinn í Reykjavíkurmaraþoni að taka einnig þátt í þessu hlaupi með öllum hinum.
Gamlárshlaupið á sér langa sögu sem einn stærsti og elsti hlaupaviðburður landsins en hlaupið hefur verið haldið sleitulaust í 44 ár, hvernig sem hefur viðrað. Það ríkir ávallt mikil stemning og eftirvænting í hlaupinu, gamla árið brátt á enda og annað að hefjast, nýtt ár með nýjum áskorunum og verkefnum.
Það er ekki skylda að keppa við klukkuna, náungann eða sjálfan sig, en það er frumskilyrði að hafa gaman í góðum félagsskap, njóta útiverunnar og kveðja gamla árið með stæl. Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið og verður svo einnig nú. Reynslumikil dómnefnd vegur og metur þá sem best eru dressaðir upp og verða veitt verðlaun fyrir bestu búningana.
Hlaupið hefst kl. 12.00 og er skráning á vefnum opin til kl. 11:00 á hlaupdag en forskráning fer jafnframt fram í ÍR heimilinu sunnudaginn 30. desember á milli kl. 14:00 og 17:00. Unnt er að skrá sig á hlaupadag í Hörpunni frá kl. 9:30-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup og eru þátttakendur beðnir um að virða þau tímamörk.
Rásmark í 3 km og 10 km er á syðri akrein Sæbrautar fyrir framan Hörpuna. Í 3 km hlaupinu er hlaupinn 1,5 km austur Sæbraut og snúið við og hlaupið til baka að Hörpunni. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpuna. Í 10 km hlaupinu er hlaupið eftir syðri akrein austur að Holtavegi. Við Holtaveg er tekinn snúningur á akreininni og sama akrein hlaupin áfram að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða, en þar er skipt yfir á norður akreinina í átt að Hörpu. Tekin er lykkja niður í Klettagarða og aftur upp á nyrðri akrein Sæbrautar áfram í mark við Hörpuna.
ALDURSFLOKKAR
Keppt er í 10 flokkum karla og kvenna (alls 16 flokkar):
- 15 ára og yngri
- 16 -18 ára
- 19-29 ára
- 30-39 ára
- 40-44 ára
- 45-49 ára
- 50-54 ára
- 55-59 ára
- 60-64 ára
- 65-69 ára
- 70 ára og eldri
Nánari upplýsingar má finna inni á www.ir.is og skráning verður inn á netskráning.is
ÍR þakkar iðkendum, sjálfboðaliðum og öllum þeim sem tekið hafa þátt í viðburðum deildarinnar á árinu kærlega fyrir og óskar öllum gleðilegs nýs árs 2020.