Jón H. Magnússon keppti í lóðkasti 5,45 kg (80 ára) á EM öldunga í gær, fimmtudag. Hann stóð sig frábærlega, kastaði 13,76 m og hafnaði í 6. sæti, vantaði aðeins 8 cm upp á 5. sætið. Óskum honum til hamingju með árangurinn. Frábært að vera þátttakandi í mótinu og að vera sá 6. besti.
Halldór Matthíasson keppir í tugþraut 60 ára. Hann hafnaði í 9. sæti með 5.195 stig en árangur hans var eftirfarandi: 100m 15,38 sek, langstökk 3,87 m, kúluvarp (5kg) 8,68 m, hástökk 1.21 m, 400m 81 sek. 100m grindahlaup 23,66 sek, kringlukst 34.58 m (3.sæti), stangarstökk 2,70m (4. Sæti), 1500m 7:31,84 mín. Frábært hjá Halldóri að ná 9. sæti þrátt fyrir skakkaföll í kúlunni og fara í gegnum alla þrautina og klára til síðustu greinar.
Fríða Rún tók saman