ÍR-ingar hafa lokið keppni í Györ graphic

ÍR-ingar hafa lokið keppni í Györ

28.07.2017 | höf: María Stefánsdóttir

Okkar stúlkur hafa lokið keppni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, en mótinu lýkur á morgun.

Helga Margrét Haraldsdóttir keppti í 100 m grindahlaupi og hafnaði í í sjötta sæti í sínum riðli á tímanum 14,54 sek en nokkur vindur var í hlaupinu (+3,8).

Hún var einnig í sveit Íslands í 4×100 m boðhlaupi, ásamt þeim Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur, Helgu Margréti Óskarsdóttur HSK/Selfoss og Breiðabliksstúlkunni Birnu Kristínu Kristjánsdóttur. Tími þeirra, 48,32 sek, dugði þeim ekki inn í úrslitin en þær urðu fimmtu í riðlinum.

 

X