Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum keppir í 2. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer í Tel Aviv í Ísrael helgina 24. – 25. júní. Íslenska liðinu hefur gengið mjög vel í þessari keppni undanfarin ár, sér í lagi fyrir 2 árum síðan. Nú senda 12 þjóðir keppendur til leiks sem er 4 meira en síðast. Meðal þeirra sem taka þátt fyrir Íslands hönd í keppninni eru ólympíufararnir Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason. Alls eru 18 karlar og 14 konur í liðinu að þessu sinni, þar af eru 7 ÍR-ingar í karlaflokki og 8 konur úr ÍR. Hér má sjá keppendur Íslands og greinaskiptingu. Þær Kristín Lív og Helga Margrét keppa nú í fyrsta sinn með landsliði Íslands en Helga Margrét hefur keppt áður með unglingaliði Íslands, nú síðast á NM um sl. helgi. Einar Daði Lárusson mætir til leiks eftir nokkra fjarveru með landsliðinu og er það mikið gleðiefni. Martha Ernstsdóttir og Jón Oddson þjálfarar hjá ÍR verða í 5 manna þjálfarateymi liðsins. Óskum þeim öllum góðs gengis og við hlökkum til að fylgjast með þeim um aðra helgi.
Konur:
Andrea Torfadóttir FH: Boðhlaup
Andrea Kolbeinsdóttir ÍR 1.500 m, 3.000 m hindrunarhlaup
Aníta Hinriksdóttir ÍR : 800 m, boðhlaup
Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH: 400 m grindahlaup, boðhlaup
Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölnir: 3.000 m, 5.000 m
Ásdís Hjálmsdóttir Ármann: Spjótkast, kúluvarp
Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR: Þrístökk, boðhlaup
Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR: 100m, 400m, boðhlaup
Hulda Þorsteinsdóttir ÍR: Stangarstökk
Kristín Lív Svabo Jónsdóttir ÍR: Hástökk
María Rún Gunnlaugsdóttir FH: Langstökk, 100m grindahlaup, boðhlaup
Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR: Kringlukast
Tiana Ósk Whitworth: ÍR 200m, boðhlaup
Vigdís Jónsdóttir FH: Sleggjukast
Karlar:
Ari Bragi Kárason FH: 100 m, boðhlaup
Arnar Pétursson ÍR: 3.000m hindrunarhlaup
Bjarki Gíslason UFA: Stangarstökk
Bjarki Rúnar Kristinsson Breiðablik: Hástökk
Björgvin Brynjarsson Breiðablik: Boðhlaup
Einar Daði Lárusson ÍR: 110m grindahlaup, boðhlaup
Guðni Valur Guðnason ÍR: Kringlukast
Hinrik Snær Steinsson FH: Boðhlaup
Hlynur Andrésson ÍR: 3.000m, 5.000m
Ívar Kristinn Jasonarson ÍR: 400m grindahlaup, boðhlaup
Kolbeinn Höður Gunnarsson FH: 200m, boðhlaup
Kormákur Ari Hafliðason FH: 400m, boðhlaup
Kristinn Þór Kristinsson HSK: 800m, 1500m, boðhlaup
Kristinn Torfason FH : Langstökk, boðhlaup
Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR: Kúluvarp
Örn Davíðsson FH: Spjótkast
Þorsteinn Ingvarsson IR: Þrístökk, boðhlaup
Vilhjálmur Árni Garðarsson FH: Sleggjukast
– Fríða Rún Þórðardóttir tók saman