Evrópukeppni Landsliða

Íslenska landsliðið í frjálsíþrótt­um keppir í 2. deild Evr­ópu­bik­ar­keppni landsliða sem fram fer í Tel Aviv í Ísra­el helgina 24. – 25. júní. Íslenska liðinu hefur gengið mjög vel í þessari keppni undanfarin ár, sér í lagi fyrir 2 árum síðan. Nú senda 12 þjóðir keppendur til leiks sem er 4 meira en síðast. Meðal þeirra sem taka þátt fyr­ir Íslands hönd í keppn­inni eru ólymp­íufar­arn­ir Aníta Hinriks­dótt­ir, Ásdís Hjálms­dótt­ir og Guðni Val­ur Guðna­son. Alls eru 18 karlar og 14 konur í liðinu að þessu sinni, þar af eru 7 ÍR-ingar í karlaflokki og 8 konur úr ÍR. Hér má sjá keppendur Íslands og greinaskiptingu. Þær Kristín Lív og Helga Margrét keppa nú í fyrsta sinn með landsliði Íslands en Helga Margrét hefur keppt áður með unglingaliði Íslands, nú síðast á NM um sl. helgi. Einar Daði Lárusson mætir til leiks eftir nokkra fjarveru með landsliðinu og er það mikið gleðiefni. Martha Ernstsdóttir og Jón Oddson þjálfarar hjá ÍR verða í 5 manna þjálfarateymi liðsins. Óskum þeim öllum góðs gengis og við hlökkum til að fylgjast með þeim um aðra helgi.

Kon­ur:

Andrea Torfa­dótt­ir FH: Boðhlaup
Andrea Kol­beins­dótt­ir ÍR 1.500 m, 3.000 m hindr­un­ar­hlaup
Aníta Hinriks­dótt­ir ÍR : 800 m, boðhlaup
Arna Stef­an­ía Guðmunds­dótt­ir FH:  400 m grinda­hlaup, boðhlaup
Arn­dís Ýr Hafþórs­dótt­ir Fjölnir: 3.000 m, 5.000 m
Ásdís Hjálms­dótt­ir Ármann: Spjót­kast, kúlu­varp
Helga Mar­grét Har­alds­dótt­ir ÍR: Þrístökk, boðhlaup
Hrafn­hild Eir Hermóðsdótt­ir ÍR: 100m, 400m, boðhlaup
Hulda Þor­steins­dótt­ir ÍR: Stang­ar­stökk
Krist­ín Lív Sva­bo Jóns­dótt­ir ÍR: Há­stökk
María Rún Gunn­laugs­dótt­ir FH: Lang­stökk, 100m grinda­hlaup, boðhlaup
Thelma Lind Kristjáns­dótt­ir ÍR: Kringlukast
Tiana Ósk Whitworth: ÍR 200m, boðhlaup
Vig­dís Jóns­dótt­ir FH: Sleggjukast

Karl­ar:

Ari Bragi Kára­son FH: 100 m, boðhlaup
Arn­ar Pét­urs­son ÍR: 3.000m hindr­un­ar­hlaup
Bjarki Gísla­son UFA: Stang­ar­stökk
Bjarki Rún­ar Krist­ins­son Breiðablik: Há­stökk
Björg­vin Brynj­ars­son Breiðablik: Boðhlaup
Ein­ar Daði Lárus­son ÍR: 110m grinda­hlaup, boðhlaup
Guðni Val­ur Guðna­son ÍR: Kringlukast
Hinrik Snær Steins­son FH: Boðhlaup
Hlyn­ur Andrés­son ÍR: 3.000m, 5.000m
Ívar Krist­inn Ja­son­ar­son ÍR: 400m grinda­hlaup, boðhlaup
Kol­beinn Höður Gunn­ars­son FH: 200m, boðhlaup
Kor­mák­ur Ari Hafliðason FH: 400m, boðhlaup
Krist­inn Þór Krist­ins­son HSK: 800m, 1500m, boðhlaup
Krist­inn Torfa­son FH : Lang­stökk, boðhlaup
Óðinn Björn Þor­steins­son ÍR: Kúlu­varp
Örn Davíðsson FH: Spjót­kast
Þor­steinn Ingvars­son IR: Þrístökk, boðhlaup
Vil­hjálm­ur Árni Garðars­son FH: Sleggjukast

– Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X