Aníta Hinriksdóttir með annað Íslandsmetið á fimm dögum graphic

Aníta Hinriksdóttir með annað Íslandsmetið á fimm dögum

17.06.2017 | höf: Kristín Birna

Bislet games í Ósló sem nú hefur verið gert að Demantamóti fór fram 15. Júní sl. Mótið skartaði einvala liði heimsklassa frjálsíþróttafólks, þar á meðal Anítu Hinriksdóttur ÍR sem þar keppti í sínu allra sterkasta 800m hlaupi til þessa. Meðal keppenda voru allir verðlaunahafar 800m hlaupsins á síðustu Ólympíuleikum og allra sterkustu 800m hlaupurum í heiminum í dag. Aníta gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 6. sæti á nýju glæsilegu Íslandsmeti 2:00.05 mín sem er frábær tími og þriðja besta áfrek íslenskrar frjálsíþróttakonu frá upphafi. Aðeins tími Guðrúnar Arnardóttur í 400m grindahlaupi frá OL 1996, 54.37 sek og gefur 1192 stig og tími Anítu sjálfrar í 1500m hlaupi eru fremri en reynar munar aðeins sáralitlu því 800m tíminn gefur 1152 stig en 1500m tíminn 1154 stig.

Inni á heimasíðu FRÍ má sjá upptöku af hlaupinu og eins og sjá má var þetta fullkomið hlaup fyrir Anítu og hún hljóp mjög skynsamlega alla leið og uppskra frábærlega. Til hamingju Aníta.
– Fríða Rún Þórðardóttir

 

X