Seinni degi Noridc-Baltic U23 mótins lauk í Malmö í dag
Frekar hvasst var á mótinu báða keppnisdagana sem hefur væntanlega haft töluverð áhrif á árangur keppenda en engu að síður góður árangur hjá okkar fólki og gaman að fylgjast með þeim um helgina. Uppúr stóð sigur Ernu Sóleyjar í kúluvarpi og brons Guðrúnar Karitasar í sleggjukasti.
Í gær (laugardag) kepptu:
Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir og Elísabet Rut Rúnarsdóttir í sleggjukasti. Guðrún Karitas landaði bronsinu og var mjög nálægt sínu besta með kasti upp á 59,30 metra. Elísabet Rut kom rétt á eftir henni með 59,08 metra í fjórða sæti.
Tíana Ósk varð í 7. sæti í 100m á 11.74 sek (4. í sínum riðli)
Ingibjörg Sigurðardóttir varð í 9. sæti í 400m grindarhlaupi á 65,87 sek
Sigursteinn Ásgeirsson varð í 6. sæti í kúluvarpi með 15.12 metra.
Í dag (sunndag) kepptu:
Erna Sóley sigraði í kúluvarpi með kast upp á 16,52
Tíana Ósk varð í 8. sæti í 200 metra hlaupi á 24,60 sek en Guðbjörg Jóna gat því miður ekki klárað hlaupið þar sem gömul meiðsli tóku sig upp aftur eftir tæpa 100 metra.
Myndir af mótinu frá FRÍ