Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, varð nýverið þess heiðurs aðnjótandi að vera valin íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Bergrún á glæsilegt ár að baki, líkt og árið 2018. Á árinu varð hún heimsmeistari ungmenna 19 ára og yngri í langstökki en mótið fór fram í Noowil í Sviss. Þá náði hún fimmta sæti í langstökki á heimsmeistaramóti IPC en þar stökk hún 4,26m. Árið 2018 nældi Bergrún t.a.m. í þrenn verðlaun á EM fatlaðra en hún var þá einnig útnefnd íþróttakona fatlaðra.
Frjálsíþróttadeild ÍR óskar Bergrúnu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og glæsilegan árangur hennar á árinu sem er að líða.
Nánari upplýsingar um athöfnina þar sem hún hlaut viðurkenninguna má sjá hér.