Íþróttakona og íþróttakarl Reykjavíkur graphic

Íþróttakona og íþróttakarl Reykjavíkur

25.12.2019 | höf: Kristín Birna

Þann 19. desember sl. var tilkynnt um val á íþróttafólki Reykjavíkur. Líkt og sex undanfarin ár voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Reykjavíkur og íþróttalið Reykjavíkur. Sex einstaklingar af hvoru kyni voru tilnefndir. Frjálsíþróttadeild ÍR átti tvær tilnefningar að þessu sinni en þær Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir urðu þess heiður aðnjótandi að fá boð um að mæta á móttökuna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Við áttum því tvær tilnefningar af sex í kvennaflokki sem er svo sannarlega mikil upphefð fyrir deildina okkar og enn ein staðfestingin á því góða starfi sem unnið er þar. Við óskum þeim innilega til hamingju með þessar tilnefningar og ekki síður þeim sem hlutu útnefningu að þessu sinni, þ.e. þeim Júlían Jóhanni Karli Jóhannssyni og Margréti Láru Viðarsdóttur, en þau eru svo sannarlega vel að þessum útnefningum komin.

Nánari upplýsingar um þessar tilnefningar er að finna hér.

 

 

X