Bauhaus Junioren Gala og Evrópubikar í fjölþrautum

Um helgina fer fram Bauhaus Junioren Gala  í Mannheim, Þýskalandi. Þar keppir margt af sterkasta frjálsíþróttafólki heims á aldrinum 16-19 ára. Frá Íslandi fara fjórir keppendur, þar af eru tveir ÍR-ingar, þær Tíana Ósk Withworth, og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir en báðar hlaupa þær 100m og 200m. Ásamt Tíönu og Guðbjörgu keppir Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aftureldingu í kúluvarpi, og Dagur Andri Einarsson, FH í 100m og 200m. Pétur Guðmundsson og Einar Þór Einarsson fara sem þjálfarar. Frekari upplýsingar og úrslit af mótinu má finna hér.

Eins og fram hefur komið fer einnig fram Evrópubikar í fjölþrautum um helgina en þar keppa fyrir Íslands hönd þau Helga Margrét Haraldsdóttir, ÍR, Tristan Freyr Jónsson, ÍR, Ingi Rúnar Kristinsson, Brbl., Ísak Óli Traustason, UMSS, Gunnar Eyjólfsson, UFA, María Rún Gunnlaugsdóttir FH og Irma Gunnarsdóttir, Brbl. Frekari upplýsingar og úrslit af þrautarmótinu má finna hér.

ÍR óskar öllum íslensku keppendunum góðs gengis um helgina!

 

X