Fjöldi frjálsíþróttafólks nýtti sér gott framtak Fjölnismanna og kepptu á áramóti Fjölnis á næstsíðasta degi ársins. ÍR-ingar létu sig ekki vanta og náðu margir að sigra sína grein og ná fínum árangri.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sigraði örugglega í 60m en 21 stúlka lauk keppni. Guðbjörg hljóp á 7.54 sek en hún á best 7,47 sek innanhúss sem er Íslandsmetið í greininni. Hulda Þorsteinsdóttir stökk 3.60m í stangarstökki en hún á best 4.05m á árinu. Ásta Margrét Einarsdóttir sigraði örugglega í 200m á 26.71 sek og er þetta hennar besti tími innanhúss. Þær stöllur Erna Sóley Gunnarsdóttir og Katharina Ósk Emilsdóttir urðu í fyrsta og öðru sæti í kúluvarpinu, Erna kastaði 15m slétta og Katharina 11.65m.
Guðni Valur Guðnason sigraði örugglega í kúluvarpi með 16:47m, næstum 3 metrum lengra en næsti keppandi. Elvar Karl Auðunsson bætti sig bæði í 60m á 7.32 sek og 200m á 23.16 frábær árangur það, en Elvar gerði sér lítið fyrir og varð þriðji í 200m. Bergur Sigurlinni Sigurðsson sigraði í 400m karla á 54.10 sek.