Aníta Hinriksdóttir stóð sig frábærlega á móti í Oordegem í Hollandi sl. laugardag. Hún varð í 2. sæti á tímanum 2:00.33mín sem er hennar 2. besti tími frá upphafi utanhúss en hún á best 2:00.14 mín frá því í Ríó 2016.
Shelayna Oscan Clarkee frá Bretlandi sigraði á 2:00.17 mín, Aníta 2. og Sanne Verstegen 3. á 2:00.74 mín.
Aníta er 15. á heimslistanum eftir helgina og hefur tryggt sér þátttökurétt á Heimsmeistaramótið í London sem fram fer í ágúst. Frábært fyrir Anítu og teymið hennar að hafa náð lágmarkinu svo snemma því fátt er eins erfitt, andlega og líkamlega, og kostnaðarsamt eins og að elta mót eftir mót til freysta þess að ná lágmarkinu í tíma. Til hamingju Aníta.
.