Bæting hjá Hlyn í 3000m hindrunarhlaupi

Hlynur Andrésson

ÍR-ingurinn Hlynur Andrésson keppti í 3000m hindrunarhlaupi á móti í Lexington í Kentucky í Bandaríkjunum 27. maí sl. en markmiðið var að vinna sér keppnisrétt á Bandaríska háskólameistaramótinu (NCAA).

Hlynur hljóp á tímanum 8:54.75 mín sem er 4 sek bæting en hann átti best 8:59,83 mín frá því 27. apríl sl. Hlynur á þar með 4. besta tíma Íslendings frá upphafi en Íslandsmet Sveins Margeirssonar er 8:46.20 mín frá 12. júní 2003. Hann varð 8. af 12 í sínum riðli en alls hlupu 47 karlar 3000m hindrunarhlaup á þessu móti og varð Hlynur í 14. sæti af þeim öllum.
Það er ljóst að Hlynur átti alveg séns á að ná inn á mótið en hann vantaði aðeins 6 sæti upp á að komst til Eugene þar sem NCAA fer fram.

http://www.ncaa.com/sites/default/files/external/track-field/results/d1/outdoor17/east/006-1_compiled.htm

X