Reykjavíkurmaraþonið fór fram 20.ágúst en hlaupið er jafnframt Meistaramót Íslands í maraþoni.
Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark á tímanum 2:47:22 og er Íslandsmeistari kvenna í maraþoni.
Andrea sem hljóp sitt fyrsta maraþon kom í mark rúmum átján mínútum á undan hinnu sænsku Inu Ehlers sem varð önnur kvenna í hlaupinu. Andrea fór í gegnum 21,1km á 1:22:30 og 31,9km á 2:06:42.
Tími Andreu var sem áður sagði 2:47:22 og er það þriðji besti tími íslenskrar konu frá upphafi. Einungis Íslandsmethafinn Martha Ernstsdóttir (2:35:15) og Elín Edda Sigurðardóttir (2:44:48) hafa hlaupið hraðar.