Afreksúthlutanir

Frjálsíþróttasamband Íslands veitti á dögunum seinni hluta afreksstyrkja sinna til handa því okkar mesta
frjálsíþróttafólki en þeim er skipt í flokk framúrskarandi, afreksfólk og afreksefni. Alls hlutu 17 styrk en af
þeim eru 7 ÍR-ingar. Slíkar úthlutanir eru gríðarlega mikilvægar fyrir afreksfólkið til að standa straum af
þeim útgjöldum sem fylgja því að stunda frjálsíþróttir á þessu stigi, en einnig er styrkveitingin, kærkomin
viðurkenning á því að vel sé gert og að eftir því sé tekið.
Þetta eru; Guðni Valur Guðnason kringlukastari, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir spretthlaupari, Hlynur
Andrésson millivegalengda- og langhlaupari, Tiana Ósk Whitworth spretthlaupari, Dagbjartur Daði
Jónsson spjótkastari, Erna Sóley Gunnarsdóttir kúluvarpari og Elísabet Rut Rúnarsdóttir sleggjukastari.
Við óskum þeim til hamingju með viðurkenninguna og einnig góðs gengis við æfingar og undirbúning fyrir
árið 2023 sem er mjög viðamikið eins og sjá má á mótaskrá FRÍ sem þó inniheldur nú aðeins stærstu
mótin Mótaskrá – Frjálsíþróttasamband Íslands (fri.is).

Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR

X