Fyrri keppisdegi Stórmóts ÍR er lokið en mótið er nú haldið í 24. sinn. Þátttaka Færeyinga setur alltaf skemmtilegan svip á mótið en þátttaka á mótinu var almennt góð og fjölmörg lið og héraðssambönd sem mæta á hvert Stórmótið á fætur öðru enda er mótið frábær undirbúningur fyrir innanhússmótin. Eitt mótsmet féll á fyrri degi og var það í hástökki 13 ára stúlkna en þar stökk Ísold Sævarsdóttr FH 1.53m
Á fyrri degi náðu 25 ÍR-ingar á pall, í öllum aldursflokkum en yngstu keppendur eru 11 ára. Helstu úrslit ÍR-inga voru.
12 ára piltar
Stefán Hugi Sveinbjörnsson varð annar í 600m á tímanum 1:54,12 mín og bæting á hans besta árangri, 3. sæti í langstökki með 4.00m
Kári Freyr Ólafsson bronsverðlaun í hástökki, 1.32 m
15 ára piltar
Gabríel Ingi Bendiktsson sigraði örugglega í langstökkii með 5.19 m og bætingu
Stefán Gunnar Mack, annað sætið Í 60m hlaupi, 8.22 sek
16-17 ára piltar
Birgir Sigurlinni Sigurðsson, sigraði í 200m hlaupi á 23.73 sek og bætti sig, hlaut síðan silfur í 60m og bætti sig þar einnig í 7.38 sek
Karlaflokkur
Dagur Andri Einarsson sigraði 60m karla 7.03 sek ársbesta.
Egill Smári Tryggvason 1. sæti í stangarstökki 3.28 m og bæting hjá honum, hann stökk 1.70m í hástökki jafnhátt og sá sem hafnaði í 3. sæti en sá var með færri tilraunir.
Úlfur Árnason brons í stangarstökki 3.18 m
Hafsteinn Óskarsson 3. Sæti í 400m á 61.14 sek
11 ára stúlkur
Saga Hlynsdóttir, 2. sæti og bæting í 60m hlaupi 9.96 sek
13 ára stúlkur
Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir 3. sæti í 60m hlaupi á tímanum 8.89 sek
Nína Zinovieva, bronsverðlaun í 600m hlaupi, 1:57.74 mín
Sóley Kristín Einarsdóttir 4. sæti í hástökki
15 ára stúlkur
Dóra Fríða Orradóttir, 1. sæti í stangarstökki 2.18 m og 2. sæti í langstökki 4.68 m
Birgitta Gunnarsdóttir, 3. sæti í stangarstökki, 1.78m
16-17 ára stúlkur
Brynja Hrönn Stefánsdóttir, silfurverðlaun og ársbesta í 200m 29.11 sek, bronsverðlaun í langstökkki, stökk 4.65 m
Viktoría Ósk Sverrisdóttir, gullverðlaun í 1500m hlaupi, 5:49.02 mín og hennar besti árangur.
Kvennaflokkur
Ingibjörg Sigurðardóttir, 400m kvenna, öruggur sigurvegari á 58.68 sek
Agnes Kristjánsdóttir, gullverðlaun í 60m hlaupi, hljóp á 7,85 sek sem er hennar best tími, 3. Sæti í 400m á 59.46 sek.
Hildigunnur Þórarinsdóttir, stökk 5.53 m í langstökki og hafnaði í 3. sæti, hún varð síðan 4. í 60m á 7.99 sek
Katarína Ósk Emilsdóttir varpaði kúlunni 12.17 m sem er hennar besti árangur innanhúss og hlaut hún silfurverðlaun
Mótið heldur áfram frá kl. 9 á sunnudagsmorgun