Stórmót ÍR graphic

Stórmót ÍR

13.01.2020 | höf: Kristín Birna

Um næstu helgi, 18.-19. janúar, fer fram Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll og er mótið, sem verður það 24. í röðinni, stærsti árvissi frjálsíþróttaviðburður á Íslandi. Búast má við að keppendur verði vel á sjöunda hundrað. Boðið er upp á keppni í flokkum frá átta ára aldri og upp í fullorðinsflokk. Skráning er í fullum gangi og fer fram hér.

Sérstök athygli er vakin á því að þátttökugjöld hækka á miðnætti annað kvöld, þriðjudaginn 14.janúar.

Færeyingar hafa verið duglegir að sækja mótið undanfarin ár og hefur það sett skemmtilegan svip á mótið.

Mótið er liður í undirbúningi flestra keppenda fyrir önnur mót sem fylgja í kjölfarið, svo sem meistaramótin og Reykjavíkurleikana (RIG) og ekki er ósennilegt að margar persónulegar bætingar muni eiga sér stað.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér

 

X