Benjamín 7. eftir fyrri dag á Evrópubikar í fjölþrautum

Landsliðshópur fjölþraut Portúgal 2019

Benjamín Jóhann keppir með landsliði Íslands í Evrópubikar í fjölþrautum í Ribera Brava í Portúgal og er hann í 7. sæti eftir fyrri dag en 26 keppendur eru enn í keppni. Benjamín byrjað ágætlega í 100m hljóp á 11.46 sek en spennan tók að magnast þegar hann bætti sig frá því í metþrautinn í Svíþjóð í næstu fjórum greinum dagsins. Í langstökki stökk hann 6.56 m, kúlan flaug lengst 12.15 m, hann stökk 1,98 m í hástökki og hljóp 400m á 50,46 sek sem gefur 3.667 stig. Í metþrautinni í Svíþjóð í júní þar sem hann fór í fyrsta sinn yfir 7000 stig stökk hann 6.35m, kastaði 11.53 m í kúlunni, stökk 1,93 m í hástökki og hljóp 400m á 51.98 sek sem gaf honum 3.499 mín eða 168 stigum minna en náðist í dag.

Glæsileg byrjun hjá Benjamín og óskum við honum og liðinu áframhaldandi góðs gengis í dag. Benjamín er eini ÍR-ingurinn í hópnum en auk hans eru keppendur frá Breiðabliki, FH, KFA og UMSS. ÍR-ingarnir Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson eru með hópnum ytra sem þjálfarar og fararstjórar.

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman

X