Haustönn lýkur 19. desember með jólagleði.
19. desember verður jólagleði kl 17:00-18:00 hjá 6-10 ára og 11-14 ára í æfingasal Júdódeildar ÍR.
Farið verður í leiki eins og skotbolta, hoppað yfir lækinn eða þá leiki sem krakkarnir vilja fara í. Seinni hluta tímans fáum við okkur pizzu og þarf að mæta með 1000kr til að borga pizzuna.
Iðkendum er boðið að taka vini og systkini með í jólagleði Júdódeildar ÍR.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.