Skíðaæfingar – kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir starf vetrarins fer fram ÞRIÐJUDAGINN 17.September kl 18:00 í sal Víkings í Safamýri.
Farið verður yfir fyrirkomulag starfsins í vetur, kynnt æfingar- og fjölskylduferð til Wagrain í Janúar 2025 og kynning á helstu einstaklingum innan starfsins í vetur.
Skíðadeild ÍR og Skíðadeild Víkings standa sameiginlega að skíðasamstarfinu Hengill og er kynningin ætluð öllum sem æfa með Hengli eða áhugasömum um starfið.
Hvetjum alla til að mæta og bjóðum sérstaklega velkomin áhugasama nýliða.
X