Á dögunum fór fram heimsmeistaramót í alpagreinum skíðaíþrótta í Åre í Svíþjóð. ÍR átti þar tvo fulltrúa, en þeir Kristinn Logi Auðunsson og Sigurður Hauksson kepptu í stórsvigi. Sigurður átti tvær flottar ferðir og endaði í 41.sæti eftir að hafa haft rásnúmer 64, og hefur bætt sig mikið á heimslista. Kristinn Logi náði ekki að klára seinni ferðina eftir að hafa verið í 55.sæti eftir þá fyrri.