Um síðustu helgi fór fram bikarmót unglinga á aldrinum 12-15 ára í svigi og stórsvigi. Mótið var haldið í Bláfjöllum og sáu Ármenningar um mótshaldið. Mótið var haldið við bestu aðstæður og átti Hengill tæplega 15 keppendur á mótinu sem öll stóðu sig með sóma. Nokkrar medalíur skiluðu sér í hús til Víkings og ÍR og óskum við okkar iðkendum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu sl. helgi.