Páskamót ÍR-Keiludeildar 2024 í samstarfi við NETTÓ
Hið árlega Páskamót ÍR-Keiludeildar verður haldið laugardaginn 23. mars í Keiluhöllinni Egilshöll og hefst mótið kl. 09:00
Leikin er ein þriggja leikja sería, engar færslur milli leikja
Mótið er flokkaskipt eftir meðaltali KLÍ
* Flokkur: 185 og yfir
A Flokkur: 170 til 184
B Flokkur: 150 til 169
C Flokkur: undir 149
Olíuburður verður HIGH STREET
Verðlaun verða veitt fyrir efstu 3 sætin í hverjum flokki en að sjálfsögðu verða það gómsæt páskaegg í boði NETTÓ
Auk þess verða tvenn aukaverðlaun – Fyrir hæstu seríu U18 pilts og stúlku utan verðlaunasætis – Allir fá þó glaðning í upphafi móts!
Skráningu í mótið lýkur föstudaginn 22. mars kl. 14:00 og fer fram hér:
Verð í mótið er kr. 4.500,-
Verð í mótið er kr. 4.500,-