Meistaramót ÍR í keilu 2022

Í dag fór fram Meistaramót ÍR 2022 í keilu en það mót er einskonar uppskeruhátíð keiludeildarinnar, mót sem haldið er við lok keppnistímabilsins. Sem fyrr var þátttakan frábær og aldursbil keppenda með því mesta sem sést hefur en yngstu keppendurnir í dag eru 9 ára og sá elsti á 77 aldursári og sá mætir í öll mót takk fyrir.

Mótið fer þannig fram að keppendur leika eina 3 leikja seríu. Efstu 4 karlarnir og efstu 4 konurnar fara í úrslitakeppnina þar sem sæti 1 mætir sæti 4 og sæti 2 og 3 eigast einnig við. Sá sem þar sigrar í einum leik leikur til úrslita við sigurvegara hinnar viðureignarinnar. Einnig er forgjafarflokkur en allir aðrir en þessir 4 úr hvorum flokki fá forgjöf og fara sömuleiðis 4 efstur keppendurnir í úrslit.

Mikil spenna var í nokkrum leikjum dagsins um það hver kæmist í efstu sætin sem og í úrslitakeppninni. Til dæmis náði Hlynur Örn Ómarsson einni erfiðustu glenni sem keilarar geta fengið en hann lokaði 4 – 6 – 7 – 10 glennunni sem er oft kölluð Stóru 4. Með því að loka þessari leif í 10. ramma undanúrslitaleiks náði hann að sigra andstæðing sinn og komast í úrslitin. Þar var ekki minni spenna en hann þurfti að loka síðasta rammanum til að ná 1. sætinu en það gekk ekki eftir og því varð hann að sætta sig við 2. sætið en rosaleg spenna var í þessum leikjum.

En úrslit mótsins urðu þau að í karlaflokki varð staðan þessi:

  1. sæti: Gunnar Þór Ásgeirsson
  2. sæt: Hlynur Örn Ómarsson
  3. til 4. sæti: Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson og Steindór Máni Björnsson

Kvennaflokkur:

  1. sæti: Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir
  2. sæti: Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir
  3. til 4. sæti: Alexandra Kristjánsdóttir og Snæfríður Telma Jónsson

Forgjafarflokkur:

  1. sæti: Kristján Þórðarson
  2. sæti: Hinrik Óli Gunnarsson
  3. til 4. sæti: Guðbjörg lind Valdimarsdóttir og Tristan Máni Nínuson

Einnig notaði keiludeildin þetta frábæra tækifæri til að afhenda Gunnari Þór Ásgeirssyni kristalspinna fyrir hans fyrsta 300 leik á ferlinum en þeim leik náði Gunnar Þór 29. janúar s.l. á Reykajvíkurleikunum.

Að sama skapi var tækifærið notað til að afhenda þrenn verðlaun sem ÍR-ingar hlutu á lokaófi Keilusambandsins en það voru verðlaun fyrir 3. sæti í 2. deild karla sem lið ÍR-Land fékk en það eru ungir ÍR piltar sem skipa það lið. Adam Geir Baldursson fékk síðan verðlaun fyrir mestu framfarir í 2. deild karla í ár og Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir fékk verðlaun fyrir hæsta leik í kvennadeildinni en hún náði 268 leik í einni umferðinni.

Dregið var í kúluhappadrætti deildarinnar en allir krakkar sem skráðu sig á vorönn deildarinnar fóru í pott og var einn heppinn iðkandi dreginn út sem fær kúlu frá deildinni í samstarfi við Hudson ProShop. Sú sem var dregin út er hin 12 ára Dagbjört Freyja Gígja. Nokkuð ljóst að þar mætir ein afskaplega ánægð stúlka á næstu önn í keilunni með splúnku nýja kúlu í farteskinu.

Að lokum var blásið til pizzaveislu á Shake&Pizza þar sem keilarar áttu saman stund í lok tímabilsins.

ÍR-Keiludeild þakkar öllum ÍR-ingum fyrir frábæran og sigursælan vetur í Íþróttinni. Æfingar ungmenna halda áfram í næstu viku en fara eftir það í sumarfrí.

Gunnar Þór með kristalspinnan fyrir fyrsta 300 leik sinn
Karlaflokkur: Hlynur Örn, Gunnar Þór og Sigurbjörn. Á myndina vantar Steindór Mána
Kvennaflokkur: Hafdís Eva, Guðbjörg Harpa, Snæfríður Telma og Alexandra
Forgjafarflokkur: Hinrik Óli, Kristján Þórða, Tristan Máni og Guðbjörg Lind
Adam Geir og Hafdís Eva með KLÍ verðlaunin sín

Forkeppnin í kvennaflokki:

Nafn Forgjöf L1 L2 L3 Samtals M.tal Samt.+Forgj. M.tal
Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir 43 208 159 175 542 180,7 670 223,2
Alexandra Kristjánsdóttir 47 149 205 180 534 178,0 674 224,8
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir 46 140 197 196 533 177,7 670 223,2
Snæfríður Telma Jónsson 47 189 159 176 524 174,7 666 221,9
Anna Kristín Óladóttir 57 149 234 129 512 170,7 684 228,1
Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir 59 148 208 151 507 169,0 685 228,5
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir 58 205 150 142 497 165,7 670 223,3
Valgerður Rún Benediktsdóttir 64 157 146 168 471 157,0 663 221,0
Bára Ágústsdóttir 52 154 150 167 471 157,0 626 208,7
Karitas Róbertsdóttir 62 167 138 145 450 150,0 635 211,7
Herdís Gunnarsdóttir 63 148 164 134 446 148,7 636 212,0
Halldóra Í. Ingvarsdóttir 53 146 128 166 440 146,7 600 200,0
Bára Líf Gunnarsdóttir 64 134 144 108 386 128,7 578 192,7
Dagbjört Freyja Gígja 64 84 91 84 259 86,3 451 150,3
Hanna Corella 64 78 60 76 214 71,3 406 135,3

Forkeppnin í karlaflokki:

Nafn Forgjöf L1 L2 L3 Samtals M.tal Samt.+Forgj. M.tal
Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson 35 247 223 201 671 223,7 775 258,5
Hlynur Örn Ómarsson 10 192 289 187 668 222,7 698 232,6
Steindór Máni Björnsson 28 245 209 193 647 215,7 730 243,5
Gunnar Þór Ásgeirsson 0 197 223 210 630 210,0 630 210,0
Hinrik Óli Gunnarsson 27 182 233 206 621 207,0 701 233,7
Kristján Þórðarson 35 246 210 160 616 205,3 722 240,6
Daníel Ingi Gottskálksson 33 213 201 162 576 192,0 676 225,3
Tristan Máni Nínuson 46 160 169 230 559 186,3 697 232,5
Bharat Singh 47 162 171 191 524 174,7 664 221,2
Svavar Þór Einarsson 38 176 175 173 524 174,7 637 212,3
Egill Baldursson 51 170 214 126 510 170,0 662 220,6
Hörður Finnur Magnússon 54 173 133 193 499 166,3 661 220,5
Adam Geir Baldursson 42 196 150 128 474 158,0 600 200,0
Jens Obendorfer 43 160 165 139 464 154,7 592 197,3
Sigurður Björn Bjarkason 36 134 152 165 451 150,3 560 186,6
Unnar Óli Þórsson 64 106 133 210 449 149,7 640 213,2
Viktor Snær Guðmundsson 64 138 146 140 424 141,3 616 205,3
Gottskálk Ryan Guðjónsson 64 126 139 139 404 134,7 596 198,7
Böðvar Már Böðvarsson 64 118 133 114 365 121,7 557 185,7
Guðmundur Jóhann Kristófersson 64 126 125 95 346 115,3 538 179,3
Davíð Júlíus Gígja 64 78 69 35 182 60,7 374 124,7
Ásgeir Máni Helgason 64 53 33 64 150 50,0 342 114,0

Úrslitaleikirnir fóru með eftirfarandi hætti:

Karlaflokkur

Karlar Sæti leikur 1
Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson 1 200
Gunnar Þór Ásgeirsson 4 227
Hlynur Örn Ómarsson 2 235
Steindór Máni Björnsson 3 226
Karlar Sæti leikur 2
Gunnar Þór Ásgeirsson 4 210
Hlynur Örn Ómarsson 2 205

Kvennaflokkur

Konur Sæti leikur 1
Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir 1 200
Snæfríður Telma Jónsson 4 164
Alexandra Kristjánsdóttir 2 170
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir 3 204
Konur Sæti leikur 2
Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir 1 203
Hafdís Eva Laufdal Pétursdóttir 3 198

Forgjafarflokkur

Forgj. Forgjafarflokkur Sæti Leikur 1 Alls m.forg
35 Kristján Þórðarson 1 225 260
59 Guðbjörg Lind Valdimarsdóttir 4 145 204
27 Hinrik Óli Gunnarsson 2 265 292
46 Tristan Máni Nínuson 3 193 239
Forgj. Forgjafarflokkur Sæti leikur 2 Alls m.forg
35 Kristján Þórðarson 1 267 300
27 Hinrik Óli Gunnarsson 2 209 236
X