Þau Elva Rós Hannesdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR sigruðu í kvenna- og karlaflokki á Opna Reykjavíkurmótinu í keilu 2017 með forgjöf en mótið fór fram í Egilshöll nú í morgun. Eftir forkeppnina var Elva í 1. sæti en Gunnar í því þriðja. Úrslitakeppnin fór þannig fram að fimm efstu karl- og kvennkeilaranir komust í svokalluð Step Ladder úrslit þar sem 5. og 4. sætið úr forkeppninni keppa einn leik og heldur sigurvegarinn úr þeirri viðureign áfram, keppir við þann sem varð í 3. sæti og svo koll af kolli.
Fimm efstu eftir forkeppnina í dag voru:
Karlar
- sæti: Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR með 1.427 eftir 6 leiki eða 237,84 meðaltal (með forgjöf)
- sæti: Daníel Ingi Gottskálksson úr ÍR með 1.411 eða 235,15 í meðaltal
- sæti: Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR með 1.364 eða 227,4 í meðaltal
- sæti: Þorleifur Jón Hreiðarsson úr ÍA með 1.292 eða 215,33 í meðaltal
- sæti: Alexander Halldórsson úr ÍR með 1.246 eða 207,6 í meðaltal
Konur
- sæti: Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR með 1.134 eða 188,93 í meðaltal
- sæti: Bergþóra Rós Ólafsdóttir úr ÍR með 1.086 eða 180,95 í meðaltal
- sæti: Linda Hrönn Magnúsdóttir úr ÍR með 1.072 eða 178,64 í meðaltal
- sæti: Helga Sigurðardóttir úr KFR með 1.061 eða 176,83 í meðaltal
- sæti: Anna Kristín Óladóttir úr KFR með 1.030 eða 171,63 í meðaltal
Í úrslitunum áttust því fyrst við þær Anna Kristín og Helga annarsvegar og svo Alexander og Þorleifur hinsvegar. Anna sigraði Helgu með 202 pinnum gegn 158. Þorleifur hafði á endanum betur í sinni viðureign gegn Alexander með 277 gegn 215 en báðir felldu út fyrstu 4 rammana og stefndi þá í hörku leik þeirra á milli.
Í leik tvö sigraði Linda Hrönn hana Önnu Kristínu með 173 pinnum gegn 153 og Gunnar Þór kom sterkur inn með 265 leik gegn 188 leik Þorleifs.
Í undanúrslitunum sigraði Linda Hrönn hana Bergþóru Rós með 225 leik gegn 151 og Gunnar Þór hafði betur gegn Daníel Inga með 190 gegn 187.
Úrslitin fóru svo þannig að Elva Rós sigraði Lindu með 173 gegn 146 og Gunnar Þór hafði betur gegn Hlyni Erni 101 gegn 184.
Gunnar Þór og Elva Rós eru því Reykjavíkurmeistara karla og kvenna 2017 með forgjöf. Óskum þeim til hamingju með sigurinn.