Evróputúrinn 2018 – Dagskrá

ETBF hefur gefið út dagskrá fyrir Evróputúrinn 2018. Þetta er í 19. sinn sem túrinn er í gangi síðan hann fór fyrst af stað árið 2000 og alls eru 13 stopp hjá 10 aðildarlöndum ETBF. Heildarverðlaunafé í þessum túr verður 659.000 Evrur eða tæpar 75,7 milljónir króna. Á nýliðnu tímabili fóru þó nokkrir íslenskir keilarar erlendis og helst má nefna að Andrés Páll Júlíusson komst í gegn um niðurskurð á móti í Berlín fyrir skemmstu. Ætla má að íslenskir keilarar sæki enn frekar í þessi mót enda gefa þau keilurum gríðalega reynslu.

Sjá nánar í fréttatilkynningu og dagskrá túrsins í viðhengi.

X