Einar Már og Ástrós keilarar ársins 2018

Í kvöld fór fram í félagsheimili ÍR athöfn þar sem íþróttafólk ÍR fyrir árið 2018 var kunngjört.
Keilarar ársins hjá Keiludeild ÍR eru þau Einar Már Björnsson ÍR PLS og Ástrós Pétursdóttir ÍR Buff
en stjórn deildarinnar ákvað valið á stjórnarfundi þann 21. nóvember s.l.
Helstu afrek þeirra á árinu voru:
Einar Már Björnsson:
Í top 4 til úrslita í Íslandsmóti einstaklinga 2018 í Apríl
Spilar sinn fyrsta 300 leik í lokaumferð deildarinnar í maí og er það skráð sem íslandsmet
1.Sæti í meistaramóti ÍR 19.maí
Lið hans ÍR PLS verður Íslandsmeistari liða 2018
2.sæti í Reykjavíkurmóti einstaklinga 2018 í Ágúst
Vinnur meistari meistarana með sínu liði ÍR PLS í sept 2018
Íslandsmeistari Para ásamt Nönnu Hólm í Nóvember

Ástrós Pétursdóttir:
Íslandsmeistari Einstaklinga 2018 í apríl 2018
2.sæti í Bikarkeppni kli 2018 með sínu liði ÍR Buff
Fer til Brussel í Júní að spila með íslenska landsliðinu, nær besta árangrinum þar af þeim íslensku keppendum sem að fóru út.
2.sæti á reykjavíkurmóti einstaklinga í kvenna flokki
2.sæti í meistari meistaranna ásamt sínu liði ÍR Buff
16.Sæti á ECC í okt (evrópumót einstaklinga)

 

Hörður, Hafþór & Sigrún

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að venju voru svo afhent Silfurmerki ÍR fyrir sjálfboðaliðsstörf í þágu félagsins og að þessu sinni voru það Hafþór Harðarson og
Sigrún Guðmundsdóttir sem fengu merki afhent.

Einnig fékk Hörður Ingi Jóhannsson afhent Gullmerki ÍR

Öllu þessu fólki óskum við til hamingju með viðurkenningarnar og þökkum fyrir árið 2018.

 

X