ÍR ingurinn Einar Már Björnsson náði sínum fyrsta fullkomna leik í keilu eða 300 pinnum í lokaumferð deildarkeppninnar á Íslandsmóti liða sem fram fór s.l. laugardag. Einar er 16. keilarinn sem keppir undir merkjum ÍR sem nær þessum áfanga. Einar keppti með liði sínu ÍR PLS á móti ÍR KLS en bæði þessi lið fara í úrslitakeppnina sem hefst í kvöld í Egilshöll kl. 19:00. Þá keppa lið ÍR KLS sem varð í 4. sæti við lið KFR Lærlinga sem urðu Deildarmeistarar. ÍR PLS keppir svo við annað KFR lið Grænu töffarana en ÍR PLS varð í 2. sæti í deildarkeppninni og Grænu töffararnir urðu í 3. sæti. Í undanúrslitum eru leiknar tvær umferðir og vinna þarf samtals 15 stig til að komast áfram. Samtals stigafjöldi í hverri umferð eru 14 stig. Að lokum keppa síðan þau tvö lið sem sigra til úrslita á Íslandsmóti liða en þá fara fram þrjár umferðir.
Hjá konunum fór deildin þannig að lið ÍR TT varð í 2. sæti í deildarkeppninni og leikur því til úrslita við lið KFR Valkyrja sem urðu deildarmeistarar. Lið ÍR BK vann 2. deild kvenna og keppir því í þeirri fyrstu næsta tímabil. Lið ÍR SK varð síðan í 2. sæti í 2. deild og keppir í umsspili um laust sæti í 1. deild við lið KFR Valkyrjur-Z. Það voru síðan ÍR Fagmenn sem enduðu í 2. sæti í 2. deild karla og keppa í 1. deild næsta tímabil.