Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð í kvöld Reykjavíkurmeirsti í keilu 2017. Ástrós sem hefur verið í hvíld frá keilu s.l. tímabil kemur sterk inn til baka en hún varð efst eftir forkeppnina á mótinu. Spilaðu hún 6 leikja seríuna með því að ná 1.240 pinnum eða 206,7 í meðaltal. Ástrós sigraði síðan úrslitaleik sinn á móti Dagný Eddu Þórisdóttur úr Keilufélagi Reykjavíkur með 192 pinnum gegn 168.Bergþóra Rós Ólafsdóttir úr ÍR varð síðan í 4. sæti í forkeppninni og Elva Rós Hannesdóttir, sem vann Reykjavíkurmótið með forgjöf 2017, endaði í 5. sæti forkeppninnar.