Aðalfundur Keiludeildar

Fimmtudaginn 30.mars var haldin aðalfundur keildudeildar ÍR
Fundarstjóri var Hlynur Elísson og Hafdís Hansdóttir ritari, Mæting var nokkuð góð sem að sýnir að uppbygging á starfi innan keilunnar hafi verið að skila sér til baka eftir smá samdrátt undanfarin ár.

Starfandi stjórn keiludeildar ÍR tók við eftir aðalfund 6. maí 2022. Stjórn keiludeildarinnar var þannig skipuð á árinu: Valgerður Rún Benediktsdóttir var kjörin formaður á aðalfundi, Svavar Þór Einarsson var varaformaður, Unnar Óli Þórsson var ritari, Halldóra Íris Ingvarsdóttir var gjaldkeri, Böðvar Már Böðvarsson, Geirdís Hanna Kristjánsdóttir og Jóhann Ágúst Jóhannsson voru meðstjórnendur.

Voru þau öll kosin áfram í stjórn keiludeildar ÍR, Valgerður var kosin formaður og kemur ný stjórn til að skipta með sér verkum á fyrsta fundi hjá þeim sem að haldin verður innan tíðar.

Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi deildarinnar.
3. Lesnir og skýrðir rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir síðasta almanaksár.
4. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosinn formaður.
6. Kosnir aðrir stjórnarmenn.
7. Kosnir fulltrúar og varafulltrúar á aðalfund félagsins.
8. Ákveðin æfingagjöld.
9. Önnur mál.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu stjórnar Hér

Stjórn hlakkar til að vinna með félagsmönnum að skemmtilegum keiluverkefnum næsta árið

X