ÍR ungmenni valin í landslið í keilu

Landsliðsnefnd Keilusambands Íslands hefur valið átta ungmenni hafa til þátttöku í boðsmóti sem fram fer í Katar í febrúar næstkomandi. Fjórir þeirra koma frá ÍR. KLÍ sendi ungmenni á þetta mót í fyrr og er þetta núna orðið að föstum lið í starfsemi ungmennalandsliðs okkar.

Hópurinn er skipaður tveimur stúlkum og sex piltum. Þau eru:

  • Elva Rós Hannesdóttir ÍR
  • Helga Ósk Freysdóttir KFR
  • Alexander Halldórsson ÍR
  • Ágúst Ingi Stefánsson ÍR
  • Jóhann Ásæll Atlason ÍA
  • Jökull Byron Magnússon KFR
  • Ólafur Þór Ólafsson Þór
  • Steindór Máni Björnsson ÍR

Þjálfari hópsins er Stefán Claessen yfirþjálfari keiludeildar ÍR og fararstjóri Theódóra Ólafsdóttir frá KLÍ.

X