Æfingar ÍR-Keiludeildar fyrir veturinn 2024 til 2025 (uppfært 26. ágúst 2024)
Æfingar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll nema annað sé tekið fram. Skráning á æfingar fer fram í gegn um Sportabler en hægt er að skrá iðkanda hér.
Keiluæfingar – Ungmenni
ÍR-Keiludeild er með skipulagðar æfingar fyrir börn frá 6 ára og eldri. Á haustönn 2024 er boðið upp á að æfa einu sinni, tvisvar eða þrisvar í viku. Almennt er æft tvisvar í viku en þau sem lengra eru komin og farin að keppa í keilunni taka 3 æfingar í viku á móti keppni.
Æfingar fara fram sem hér segir:
- Mánudagar – Allir aldurshópar kl. 16:30 til 17:30
- Þriðjudagar – Keppnishópur / aðrir kl. 16:30 til 18:00
- Miðvikudagar – Allir aldurshópar kl. 16:30 til 17:30
Haustönn 2024 hefst mánudaginn 2.september.
ÍR-Keiludeild bendir á Facebook síðuna Keilukrakkar Keiludeildar ÍR, en þar eru settar inn tilkynningar og fleira sem við á fyrir þá sem æfa með þessum hóp. Þetta er lokuð síða og þarf að óska eftir aðgangi að henni. Vinsamlegast hafið samband við þjálfara deildarinnar til að fá upplýsingar um síðuna.
Keiluæfingar fullorðninna – Nýliðar
Þeir sem hafa áhuga á að byrja að æfa keilu er bent á að hafa samband við þjálfara deildarinnar.
Hafi viðkomandi áhuga á að æfa reglulega er bent á að kaupa árskort í Keiluhöllina í gegn um ÍR-Keiludeild, panta svo braut hjá Keiluhöllinni.
Keiluæfingar meistaraflokks
- ÍR keiludeild býður iðkendum upp á æfingar með þjálfara almennt hvern laugardag án endurgjalds en iðkandi þarf að leigja braut/ir í Keiluhöllinni.
Æfingarnar eru auglýstar sérstaklega á Fésbókarsíðunni ÍR Keila - Iðkendur geta sett sig í samband við þjálfara deildarinnar og samið um þjálfun fyrir einn eða fleiri t.d. heilt deildarlið. ÍR-Keiludeild býður upp á 4 klst. með þjálfara pr. önn. Iðkendur sjá um að bóka brautir og greiða.