Íþróttaleikarnir WOW Reykjavík International Games eru haldnir dagana 26. janúar – 5. febrúar 2017. Þetta eru í tíunda sinn sem leikarnir eru haldnir og er þetta í fimmta sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG fór fram í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal sunnudaginn 29. janúar 2017. Keppendur voru 120 talsins frá 10 félögum ásamt 14 erlendum keppendum frá Hollandi, Englandi og Suður Afríku. Keppt var bæði í kata og kumite, í unglinga og fullorðinsflokkum. Keppendur frá karatedeild ÍR voru fimm og komust þrír þeirra á verðlaunapall og tveir í fleiri en einni keppnisgrein.
Í kata youth (12-13 ára) Alexander Bendtsen 1. sæti.
Í kata junior (16-17 ára) Aron Anh Ky Huynh 1. sæti.
Matthías B Montazeri 2. sæti.
Í kata senior 18+(16 ára í kata) Aron Anh Ky Huynh 2. sæti.
Í kumite junior -68kg. Aron Anh Ky Huynh 2. sæti.
Matthías B Montazeri 3. sæti.
RÚV sýndi beint frá úrslitum í karate. Í úrslitum í kata junior karla voru báðir keppendur frá karatedeild ÍR. Þeir Aron Anh Ky Huynh og Matthías B Montazeri. Í úrslitum í kata senior voru Elías Snorrason frá Karatefélagi Reykjavíkur og Aron Anh Ky Huynh frá karatedeild ÍR.
Meira um mótið hér: