þrjú brons á haustmóti KAÍ 2017.

Haustmót Karatesambands Íslands var haldið á Akranesi laugardaginn 16. september síðastliðinn fyrir aldurshópinn 12-17 ára. KAK sá um undirbúning og bauð uppá æfingabúðir í karate alla helgina.

Markmið karate-æfingabúðanna var að  iðkendur kynnist iðkendum annara félaga og hafi gaman saman.

Tveir keppendur frá Karatedeild ÍR tóku þátt. Soffía Erla Hjálmarsdóttir lenti í þriðja sæti í kata í aldurshópi 12-13 ára og Kamila Buracewska lenti í þriðja sæti, bæði í kata og kumite í aldurshópi 15-16 ára.

Mynd:Agnieszka Buraczewska
X